Jólareikningur
Þegar þú verslar með Netgíró í nóvember og desember getur þú sett öll kaupin á Jólareikning í appinu eða á netgiro.is. Jólareikningurinn 2024 er til greiðslu 3. febrúar 2025.
Við óskum þér þægilegra jóla og friðsæls komandi árs.
Spurt & svarað
Þú borgar eins og venjulega með Netgíró. Þú þarft svo að smella á færsluna í appinu eða á þínum síðum á netgiro.is og breyta í Jólareikning.
Nei það er engin lágmarksupphæð en hámarksupphæð Jólareiknings er 450.000 kr.
Þú greiðir Jólareikninginn 3. febrúar 2025.
Já, þú getur breytt jólareikningnum í raðgreiðslur sé heildarsamtala hærri en 9.900 kr. en við munum senda þér upplýsingar um það í janúar.
Þú greiðir 4,95% lántökugjald og 995 kr. Jólareikningsgjald.
– Þú þarft að vera 20 ára eða eldri
– Þú þarft að uppfylla skilyrði um lánshæfi og skuldastöðu.
– Þú mátt ekki eiga í vanskilum við Netgíró eða tengd félög
Það þarf að breyta hverjum reikningi fyrir sig í jólareikning. Þú getur gert það í appinu okkar eða með því að skrá þig inn á mínar síður hér customer.netgiro.is
Í appinu:
Inn á "Reikningar" finnur þú núverandi mánaðarreikninginn þinn. Þú ýtir á hann, ýtir svo á reikninginn sem þú vilt setja í jólareikninginn og ferð þar í "Breyta greiðsluleið". Þar velur þú "Jólareikningur Netgíró (03.02.2025)"
Á mínum síðum:
Undir liðnum "mánuður og reikningar" þarftu að smella á "upplýsingar" á núverandi mánaðarreikning - smella svo á reikninginn sem þú vilt færa í jólareikning og þar í vinstra horninu kemur upp hnappur sem heitir "Breyta í jólareikning".
Athugið það þarf að breyta reikningum í jólareikning áður en að mánaðarreikningurinn lokast, sem er 26. hvers mánaðar
Öruggt og þægilegt